
Um mig
Ég er 26.9 ára gamall tölvunarfræðingur upprunalega frá Selfossi, en hef búið í Reykjavík frá árinu 2019. Ég hef 3.1 ár af reynslu og mitt sérsvið liggur í framendaforritun og eyði stórum hluta frítíma míns í að bæta mig og fræðast um sviðið. Ég hef mikinn áhuga á að vinna á stað þar sem hlutirnir gerast hratt og ég get tekið þátt virkan þátt í þróuninni frá mörgum hliðum. Stefnan mín er að færa mig meira yfir í fullstack í framtíðinni.
Ferill
Hugbúnaðar sérfræðingur | Landsbankinn
Starfa í framenda hjá Landsbankanum við þróun á öllum vefsvæðum bankans og Landsbanka appinu. Notast við Next.js og React, Prismic, GraphQL-millilag í TypeScript og viðhald á eldri lausnum í ASPX, C# og .NET. Einnig verið í skemmtinefnd upplýsingatæknisviðs frá upphafi og skipulagt fjölda viðburða og lagt mitt af mörkum til að halda uppi góðri vinnustaðastemmningu.
Ráðgjafi | Hús fasteignasala
Sinni samfélagsmiðlum og auglýsingum fyrir Hús fasteignasölu, auk þess að veita tæknilega ráðgjöf.
Framenda forritari | Klappir
Unnið við bætingar á Klappir.is með áherslu á SEO og performance. Var hlutastarf á meðan ég lauk náminu.
Starfsnemi | Arionbanki Upplýsingatæknisvið
Sem hluti af náminu fór ég í starfsnám hjá Arionbanka. Þróaði þar data discovery-tól með framenda í Next.js, React og MUI og bakenda í Python sem tengdist fjölmörgum vöruhúsum bankans.
Forritari og QA | TReqs
Fékk Rannís-styrk ásamt hópi skólafélaga til að þróa og viðhalda Requirements-tólinu TReqs undir handleiðslu Grischa Liebel, Ph.D. Tólið er notað af hugbúnaðarteymi hjá Ericsson í Svíþjóð.
Öryggisvörður | Öryggismiðstöðin
Með skóla starfaði ég sem öryggisvörður og lærði að vinna undir pressu í ýmsum aðstæðum.
Menntun
BSc í tölvunarfræði með áherslu á gervigreind frá Háskólanum í Reykjavík. Útskrifaðist með meðaleinkunnina 9.2
Tæknileg færni og verkfæri
React
NextJS
Tailwind
Typescript
Sentry
Google analytics
GraphQL
Monorepo (Yarn workspaces)
Css
Figma
CMS (Hygraph & Prismic)
Storybook
Git
Python
C#
Unity
Apple & Google developer console
Annað
Eitt af því sem ég er stoltastur af er að hafa komist á forsetalistann í HR á síðustu önn minni og útskrifast með einkunnina 9,2! Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á gervigreind og vélnámi og gerði jafnvel spálíkan fyrir hjólaflota Hopp sem lokaverkefni mitt sem þú getur lesið um hér ef þú hefur áhuga
Ég hef mikla ástríðu fyrir því að fylgjast með nýjustu tæknitrendunum. Nýlega sótti ég React Summit og JSNation í Amsterdam. Ég tek oft þátt í hliðarverkefnum til að skerpa færni mína og kanna nýja tækni.
Hér eru nokkur af persónulegum verkefnum mínum
- SideTrack Vefsíða fyrir leikinn Sidetrack (Sem ég gerði líka)
- Eli-studios Vefsíða fyrir Eli Studio
- Rannveig Óla Portfolio vefsíða gerð með NextJS og Hygraph CMS
- Gjaldmiðlar Gengisbreytir gerð í þeim tilgangi að læra á betur á tækni eins og Server components, App router, Data Fetching og Caching